Takið vel á móti fyrstu íslensku jurtamjólkinni!

Heiða er með svör við öllu

Afhverju að velja Heiðu fram yfir samkeppnisvörurnar?

Heiða er fyrsta íslenska jurtamjólkin, hún er ekki G-vara eins og samkeppnisvörurnar. Munurinn felst í því að Heiða er ekki gerilsneydd við eins hátt hitastig og er kælivara sem er óvanalegt í jurtamjólk. Heiða er umhverfisvænni en aðrar jurtamjólkurvörur, umbúðir eru fluttar inn samanpressaðar sem gerir mengun vegna flutninga með allra minnsta móti ásamt því að við framleiðum eftir eftirspurn og þar af leiðandi verður minni matarsóun.

Afhverju eruð þið ekki með soja eða rísmjólk?

Við viljum svara kalli markaðarins hverju sinni og eins og staðan er í dag þá hefur slæmt umtal haft áhrif á eftirspurn eftir þessum vörum en við munum fylgjast vel með tíðarandanum og mögulega mun þetta breytast.

Afhverju eruð þið ekki eingöngu með lífræn hráefni?

Við erum alltaf að vinna í hráefnaöflun og eins og staðan er í dag reynist erfitt að fá þessi hráefni lífræn, en það er aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér.

Afhverju er stimpillinn svona stuttur?

Þar sem við notum vægari hitameðhöndlun en aðrir framleiðendur er Heiða fersk kælivara með stuttan líftíma, í staðin fáum við ferskleika og bragðgæði sem hafa ekki þekkst á markaðnum.

Hvað er frábrugðið við ykkar haframjólk eða möndlumjólk miðað við það sem er á markaðnum í dag?

Fyrst og fremst er Heiða kælivara, minni gerilsneyðing/meðhöndlun, íslenskt vatn og umhverfisvænni kostur en það sem er á markaðnum. Heiða er einnig bragðbesta jurtamjólkin á markaðnum 😊

Úr hvaða efni eru umbúðirnar?

Fyrst og fremst úr pappa af áreiðanlegum uppruna en plastið í tappanum og innraplastinu sem er notað til að verja pappann frá því að blotna í gegn er úr PET (polyethylene terephtalate).

Hvaðan koma hafrarnir?

Við höfum gert samning við birgja í Þýskalandi sem tekur saman hafra frá ekrum sínum víðsvegar að í Evrópu, þeim er blandað saman til að tryggja að bragðgæðin haldi sér sem best og séu sem einsleitust því hafrar eru lifandi vara og getur uppskeran verið mismunandi.

Hvaðan koma möndlurnar?

Við höfum gert samning við birgja í Þýskalandi sem tekur saman möndlur frá ekrum sínum í Evrópu, Bandaríkjunum og Chile, þeim er blandað saman til að tryggja að bragðgæðin haldi sér sem best og séu sem einsleitust því möndlur eru lifandi vara og getur uppskeran verið mismunandi.

Hvernig er framleiðsluferlið?

Framleiðsluferlið er þannig að birginn okkar úti leggur hafrana/möndlurnar í bleyti í frameiðslu sinni í Hollandi og framleiða úr þeim þykkni. Þykknið er síðan flutt hingað heim og við blöndum saman íslensku vatni, hafra/möndluþykkni, bindiefnum og vítamínum og steinefnablöndu, við bætum síðan við lífrænu agave í þær tegundir sem verða til í sætari útgáfum. Við gerilsneyðum síðan og setjum í fernur.

Afhverju eru notuð bindiefni?

Ef bindiefnin væru ekki væri þykkildi á botni og vatn sæti ofan á. Við þróunina á Heiðu bar neytendahópum saman um að það væri ólystugt og því var ákveðið að nota bindiefni.

Hvaðan kemur sætan úr mjólkinni?

Sætan getur komið úr annarsvegar höfrunum eða möndlunum eða úr viðbættum sætugjöfum eins og agave.

Bragðgóð

Heiða er bragðgóður valkostur fyrir þá sem vilja drekka og borða meira úr jurtaríkinu.

Svöl

Heiða er íslensk framleiðsla svo frískandi svöl að það þarf að geyma hana í kæli.

Umhverfisvæn

Heiða er létt í kolefnisspori og góð við umhverfið.

Vegan

Heiða er 100% vegan og 100% laus við alla búvörusamninga.
Aaaðeins meira?
Pínulítið meira?
Allt að koma …
Æði, takk fyrir!

Tvær tegundir
Prófaðu báðar

Úr höfrum

Mild og ljúf í bragði en sneisafull af náttúrulegum næringarefnum.

Úr möndlum

Næringarrík og hitaeiningasnauð með ljúfum möndlukeim.